Fylgstu meš okkur į Facebook
Um Fyrirtękiš
.: Um Fyrirtękiš
» Myndir
» Starfsfólk

Comfort snyrtistofa var stofnuð 12.mars 2007. Eigandi stofunnar er Berglind Alfreðsdóttir, snyrtimeistari og naglafræðingur. Berglind útskrifaðist frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Febrúar 2001. Hún lauk sveinsprófi ári síðar og var ein af þremur hæstu. Ári síðar lauk hún prófi sem naglafræðingur. Berglind vann á stofu 3 ár eftir útskrift en fór síðan að vinna hjá heildsölu með snyrtivörur. Þar sá hún um sölumennsku og kynningarstarf ásamt útstillingum. Árið 2005 hefur hún setið námskeið í heilun og notast við það í flestum sínum meðferðum. Vorið 2006 kláraði hún meistaranám í snyrtifræði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Comfort snyrtistofa er alhliða snyrtistofa sem býður viðskiptavinum upp á bestu fáanlegu andlitsmeðferð sem í boði eru á hverjum tíma ásamt líkamsnuddi og airbrush brúnkumeðferð. Comfort snyrtistofa er með fjölbreytt úrval meðferða sem miða að því að fullnægja mismunandi þörfum viðskiptavinarins.

Comfort snyrtistofa notar eingöngu hágæða snyrtivörur í öllum sínum meðferðum og má þar helst nefna margverðlaunuðu [comfort zone] vörurnar, OPI vörurnar fyrir hendur og fætur, Essie, Alessandró handalínu Bio sculpting gelvörur (hunangsgel) og Nee make up Mílano förðunarvörurnar sem eru þekktar fyrir gæði á góðu verði.

 

 

Įlfheimar 6 - 104 Reykjavķk - S: 578 7077 - Hafa Samband |